Þættirnir okkar
Hér er hægt að finna alla nýjustu þættina frá Podcast Studio Akureyrar.
Janúar pressan - Umhverfisspjallið
Í þessum fyrsta þætti Umhverfisspjallsins ræðum við um neyslumynstur og þær litlu breytingar sem geta haft jákvæð áhrif á okkar daglegu neyslu.

Farðu úr bænum
Farðu úr bænum er nýr hlaðvarpsþáttur í umsjón Kötu Vignis. Kata spjallar við listamenn og fleira áhugavert fólk sem er staðsett á Akureyri.
Þegar eru komnir út tveir þættir. Gestir Kötu í fyrstu tveimur þáttunum voru þau Þórdís Björk og Króli sem vinna nú á Akureyri við uppsetningu á leiksýningunni Benedikt Búalfur.

182
182 er lífstílsþáttur um allt. Ekkert er okkur óviðkomandi þar sem mismunandi mál sem tengjast heilsu og lífsstíl eru tekin fyrir í hverjum þætti. Þættirnir eru 40 til 60 mínutur og er sérfræðingur eða viðmælandi í hverjum þætti sem skoðun eða vit hefur á umræðunni. Stjórnandi er Ásgeir Ólafsson Lie.

Icelandings Cast
A podcast from foreigner to anyone living in Iceland about everyday life & topics to which find answers might be a struggle sometimes.
Hlaðvarp fyrir nýbúa sem og aðra sem búa á íslandi, farið er yfir hluti í daglegu lífi og þá hluti sem nýbúar eiga erfitt með að fá svör við og vita ekki hvert á að leita, þekkir þú manneskju sem var að flytja til landsins eða hefur búið hér og veit ekki hvernig á að fóta sig í íslensku samfélagi? bentu henni á þetta hlaðvarp og það gæti hjálpað.
